Endurhæfing

Allir þátttakendur í Strók sinna einstaklingsmiðaðri endurhæfingu. Dagskrárliðir okkar byggja á því að virkja einstaklinga bæði andlega, líkamlega og félagslega.

Mjög misjafnt er í hverju endurhæfing hvers og eins er fólgin og því er mikilvægt að hver og einn beri sig ekki við aðra heldur einbeiti sér að sínu bataferli og sínum markmiðum. Endurhæfingin getur hvort sem er verið fólgin í því að mæta reglulega í Strók og sinna verkefnum þar eða sambland af þjónustu í Strók og endurhæfingu sem fer fram á öðrum stöðum.

Allir sem skrá sig í Klúbbinn Strók fá einstaklingsmiðaða ráðgjöf og stuðning við sína endurhæfingu.

Þeir sem vilja spreyta sig á nýjum verkefnum í sinni endurhæfingu, skrá sig í nám eða finna starf sem hentar geta fengið stuðning til þess hjá starfsmönnum okkar.

Verified by MonsterInsights