Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða og skemmtilega viku. Við viljum einnig þakka okkar kæru Soffíu fyrir hennar störf hér hjá Strók seinustu fimm vikur og virkilega ánægjuleg kynni. Nú erum við á leið í sumarfrí eftir daginn í dag og vonum við að allir eigi gott frí. Við opnum aftur þriðjudaginn 5. ágúst klukkan 10:00. Félagahittingarnir í Konungskaffi verða á miðvikudögum klukkan 13:00 í sumar. Sjáumst hress og kát eftir frí <3 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir frábæra viku. Það er einstaklega skemmtilegt að fylgjast með kartöflugrösunum okkar stækka og verður spennandi að sjá hvað við uppskerum í haust. Næsta vika er seinasta vikan okkar fyrir sumarfrí. Við höldum áfram að föndra og dunda við eitthvað skemmtilegt og gerum húsið klárt fyrir lokun. Við minnum á félagahittinginn á Konungskaffi á morgun kl. 14:00.Góða helgi til ykkar allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir einstaklega skemmtilega viku sem endaði á sumarferð Stróks. Hópurinn skellti sér til Vestmannaeyja þetta árið og var ferðin einstaklega skemmtileg og gefandi. Við hófum ferðalagið á Hvolfsvelli þar sem við borðuðum nesti í lystigarðinum og fengum okkur kaffi á N1. Fórum svo í Herjólf og voru allir sammála um að ferðin í bátnum var hin ljúfasta enda gott veður. Hluti af hópnum fór að sjá Mjaldrana á meðan aðrir fóru í heimsóknir og skoðunarferðir um eyjuna, við fórum svo öll saman að skoða Eldheima og fræðast um eldgosið 1973, næst var farið í skoðunarferðir um eyjuna sem endaði í Herjólfsdal. Hópurinn fór svo í hlaðborð á Pizza 67 og áttum þar góða og hlýja stund eftir daginn. Við sigldum heim með 19:30 bátnum og var gott í sjónum og ferðin hin notalegasta. Nú er allir komnir til síns heima heilir og sælir eftir góðan dag í eyjum. Takk fyrir einstaklega skemmtilega sumarferð kæru félagar. Í næstu viku höldum við áfram í frjálsu föndri og vonandi að við fáum sól til þess að njóta saman í garðinum. Minni á félagahittinginn á Konungskaffi á morgun kl. 14:00Sjáumst hress og kát eftir helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBESTU þakkir fyrir frábæran dag! Þið voruð mögnuð og unnum við sem einn maður í dag bæði við að koma öllu upp, baka vöfflur, afgreiða, grilla, taka vel á móti öllum sem komu og ganga frá. Virkilega vel gert! Við færum Ella leikara og söngvara okkar bestu þakkir fyrir sönginn í dag og gleðina. Eigið góða helgi og við sjáumst hress og kát á þriðjudaginn kemur þar sem lokað verður á mánudaginn. See MoreSee Less
View on Facebook
Verified by MonsterInsights