Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir vikuna, það sem af er liðið sumri og auðvitað fyrir skemmtilegan vetur. Félögum heldur áfram að fjölga og er ég virkilega ánægð með hvað þið takið vel á móti öllum nýjum. Það skiptir svo miklu máli. Strókur er nú á leiðinni í sumarfrí og opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst klukkan 10:00.Á morgun verður félagahittingur á Konungskaffi klukkan 14:00 en svo í sumarfríinu þá verður félagahittingurinn á miðvikudögum klukkan 14:00 á Konungskaffi. Sjáumst hress og kát eftir sumarfrí See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða viku. Þar sem tilkynningin fyrir seinustu viku náði ekki inn verð ég að minnast á ferðina okkar góðu en förinni var heitið á Akranes þetta árið. Við fórum 19. júní í mildu verði og sakaði ekkert þó að ringdi smá á okkur. Við skoðuðum Hallgrímskirkju í Saurbæ, borðuðum á Galito, fengum kynningu hjá Hver endurhæfingamiðstöð og enduðum á að skoða litlu antikbúðina. Ferðin heppnaðist vel í alla staði og voru allir saddir, glaðir og sáttir eftir daginn. Í næstu viku er seinasta vikan okkar fyrir sumarfrí en sumarfrí hefst 8. júlí og opnum við aftur 6. ágúst klukkan 10:00.Ég minni á félagahittinginn á Konungskaffi á morgun klukkan 14:00Góða helgi til allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir skemmtilega viku. Félagar voru iðnir í iðjunni að vanda og var helsta verkefnið þessa vikuna að gera skrautkassa sem úti punt fyrir sumarið, einnig var málað og unnið áfram í leðrinu. Við skelltum svo í grill á þriðjudaginn og nutum vel. Í næstu viku er árlega ferðina okkar og núna verður haldið á Akranes þar sem m.a. Thelma hjá Hver virknimiðstöð mun taka vel á móti okkur og sýna okkur þeirra starfssemi. Ferðin verður miðvikudaginn 19. júní, lagt af stað klukkan 10:00 frá Strók og áætlað að koma heim um kvöldmatarleytið. Það verður lokað hjá okkur 17. júní en við sjáumst hress og kát þriðjudaginn 18. júní.Ég minni svo á félagahittinginn á eftir á Konungskaffi klukkan 14:00. Góða helgi til allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

2 months ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir stórkostlegan dag! Basarinn tókst einstaklega vel enda stóðu allir vaktina með miklum sóma eins og ykkur er lagið. Fólk var einstaklega hrifið af öllum þeim verkum sem hafa verið unnin í iðjunni í vetur og er ég nú ekki hissa á því þar sem vandað er til verka hjá Strók. Við verðum svo með opinn markaðinn alla vikuna og fólk getur komið til okkar og keypt restarnar. Takk enn og aftur fyrir daginn og sjáumst hress og kát á mánudaginn. See MoreSee Less
View on Facebook

2 months ago

Klúbburinn Strókur
Minnum á basarinn okkar á morgun, laugardaginn 1. júní frá klukkan 13-16 að Skólavöllum 1 á Selfossi. Allir velkomnir 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Verified by MonsterInsights