Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Hér er unnið að kappi alla daga og alltaf fjölgar félögum í húsi. Á miðvikudaginn í næstu viku verðum við með árlega vorhreingerningardaginn okkar. Margar hendur létt verk vinna. Við verðlaunum okkur svo með pizzu í hádeginu í boði hússins 🙂Minni á félagahittinginn á konungskaffi á morgun klukkan 14:00. Sjáumst hress og kát eftir helgi. See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir skemmtilega viku. Núna er byrjað að mála álfana sem við vorum að steypa og hina fígúrurnar og kemur þetta einstaklega vel út. Við höldum áfram að steypa á fullu í næstu viku svo nóg verði til að mála. Það eru mjög margir í húsi þessar vikurnar og er virkilega ánægjulegt að sjá samvinnuna hér og gleðina. Gaman saman. Í næstu viku förum við yfir væntanlega sumarferð á húsfundinum okkar og hvet ég sem flesta til að mæta til að taka þátt í ákvarðanatöku um hvert skal haldið í þetta sinn. Við stefnum á að fara miðvikudaginn 19. júní en skoðum betur veðurspánna þann dag þegar nær dregur. Ég minni svo á félagahittinginn á Konungskaffi klukkan 14:00 á morgun.Góða helgi til ykkar allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir stutta en góða viku. Við fengum góða gesti frá Geðheilsuteyminu í gær og var einstaklega skemmtilegt að sýna þeim hversu mikil virkni er í húsi og góður andi. Búið er að laga og mála gluggakisturnar hjá okkur í borðstofunni og eldhúsinu ásamt því að þvo gardínurnar sem gerir allt svo hreint og fínt hjá okkur. Einstaklega fallegt líka páskaskrautið sem þið hengduð í gluggana okkar og gaman að fylgjast með ykkur vinna í iðjunni. Það verður lokað hjá okkur á mánudaginn þar sem það er annar í páskum en opnum hress og kát klukkan 8:30 á þriðjudaginn að venju. Ég minni svo á félagahittinginn á Konungskaffi á föstudaginn langa klukkan 14:00.Gleðilega páska til ykkar allra <3 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða viku, það er alltaf sami krafturinn hér í fólki og verið að vinna í ansi mörgum og skemmtilegum verkefnum. Það er mikill fjöldi í húsi alla daga og andinn einstaklega góður. Í næstu viku er skírdagur á fimmtudegi og því lokað þann dag. Sjáumst hress og kát í næstu viku 🙂Minni á félagahittinginn á Konungskaffi á morgun klukkan 14:00 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku og einstaklega skemmtilega Góugleði í dag. Virkilega gaman að spila félagsvist með þessum frábæra hóp. Stefanía frá Rimmugýg mætti með námskeiðið sitt í Vattarsaumi í fullum skrúða á þriðjudaginn og var einstaklega gaman að sjá búninginn hennar og fá kennslu í Vattarsaum eða nálbragði eins og það er líka kallað. Hún heldur áfram kennslunni á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku frá kl. 10-12. Við höldum svo áfram að steypa á fullu fígúrur, allir félagar geta svo valið sér fígúrur til að mála og tekið þær með sér heim til eignar. Enn er verið að sauma á fullu á efri hæðinni úr leðri og er skemmtilegt að segja frá því að einn hefur saumað sér glæsilegan hatt, aðrir töskur, pyngjur og ég veit ekki hvað. Þvílíkt flott vinna alltaf í húsi. Málararnir okkar eru einnig á fullu að mála og þvílík listaverk sem myndast á striganum hjá þeim. Prjónakonurnar okkar prjóna svo eins og þeim er einum lagið og það er sama sagan þar, hver flíkin fýkur úr höndunum á þeim. Mikið sem það er gaman að fylgjast með þessari miklu og góðu virkni hjá ykkur. Ég minni svo á Konungskaffi klukkan 14:00 á morgun þar sem félagar hittast og fá sér kaffi saman. Sjáumst hress og kát á mánudaginn 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Verified by MonsterInsights