Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða dymbilviku. Hér var spjallað, hlegið, saumuð kort, málað, teiknað og gert módel ásamt ýmsu öðru skemmtilegu. Framundan eru páskar og vonum við að þeir verði ykkur góðir og gleðilegir. Í næstu viku verður bara opið á þriðjudag og miðvikudag í ljósi þess að mánudagur og fimmtudagur eru rauðir dag. Við höfum þessa daga bara einstaklega skemmtilega hjá okkur.Gleðilega páska til allra og sjáumst hress og kát á þriðjudaginn. See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir góða viku. Hér er búið að vera að sauma út kort, skipuleggja, endurhanna skó, mála páskaskraut og ég veit ekki hvað. Ótrúlegar hugmyndir sem svífa hér yfir vötnum og eru framkvæmdar í húsi. Alltaf gaman saman. Næsta vika er dymbilvika og því í styttri kantinum. Opið mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Lokað á skírdag. Það verður væntanlega fáir í húsi þar sem margir eru komnir í páskafrí en við sem verðum í húsi höfum notalegt saman. Góða helgi til allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir skemmtilega viku. Við tókum á móti nokkrum nýjum félögum og viljum við þakka ykkur fyrir að taka alltaf svona vel á móti fólki. Við erum á fullu þessa dagana í iðjunni að mála páskaegg, sauma út kort, mála, teikna ofl. skemmtilegt. Alltaf gaman saman. Við höldum áfram að vinna í þessum skemmtilegu verkefnum í næstu viku. Við minnum á félagahittinginn á Konungskaffi á morgun kl. 14:00.Góða helgi til allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Namm namm, það verður ostaveisla hjá okkur á morgun. Formaður Stróks kom færandi hendi í dag með þessa glæsilegu ostakörfu <3 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Við vorum með Góugleði í gær þar sem spilað var félagsvist og notið þess að borða saman dásamlegar veitingar sem félagar komu með. Líkt og þið sjáið á myndinni svignaði borðið nánast undan glæsilegum veitingum,. Pálínuboðin okkar verða alltaf flottari og flottari. Takk fyrir frábæra skemmtun og gómsætar veitingar. Við eigum von á nokkrum heimsóknum í næstu viku og munum halda áfram að vinna í iðjunni okkar og hafa gaman saman yfir kaffibollum og spjalli. Sjáumst hress og kát eftir helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Verified by MonsterInsights