Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Kæru félagarNú hefur komið upp sú staða að Covid-19 smit kom upp hjá Strók. Þeir félagar sem voru í húsi á fimmtudaginn 13. janúar eru komnir í sóttkví. Smitrakningu er lokið og búið að hafa samband við alla sem útsettir voru fyrir smiti. Þeir einstaklingar sem eru í sóttkví og vantar aðstoð við að ná í einhver aðföng geta sett inn skilaboð þess efnis á facebook hóp Stróks, hringt í okkur eða sent skilaboð. Við hjálpumst öll að á tímum sem þessum ❤Næsta vika verður róleg hjá okkur þar sem það er 10 manna fjöldatakmörkun samkvæmt nýju sóttvarnarreglunum sem gilda til 2. febrúar. Við reynum þó að hafa sem notalegast í húsi og gera gott úr aðstæðum og munum sérstaklega að passa upp á persónulegar sóttvarnir. Bestu kveðjur til ykkar allra <3 See MoreSee Less
View on Facebook
Kæru félagarTakk fyrir rólega og góða viku. Við höldum áfram á þessari braut í næstu viku. Pössum upp á persónulegar sóttvarnir, notum grímu ef við náum ekki að halda tveggja metra fjarlægð og hringja í okkur í stað þess að koma ef viðkomandi er með kvef eða önnur einkenni.Við höfum rætt við ykkur að fylgjast vel með tilkynningum á facebook ef við þyrftum að loka húsinu með stuttum fyrirvara. Vonum að það komi þó ekki til þess. Að lokum viljum við þakka kærum félaga sem stóð vaktina fyrir starfsmenn á þriðjudagsmorguninn og eldaði auk þess þennan dýrindis hádegismat. Bestu og innilegustu þakkir. Sjáumst í næstu viku og munum að halda í gleðina, þannig komust við best í gegnum þetta tímabil 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

2 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu og innilegustu þakkir fyrir ánægjulegan dag. Mikið sem það var gott að sjá ykkur aftur. Nú er grímuskylda í húsi ef ekki er hægt að halda tveggja metra nándarmörk og aðeins 20 mega vera í húsi í einu. Við starfsmenn pössum okkur á að spritta alla snertifleti reglulega yfir daginn og minnum alla félaga á persónulegar sóttvarnir. Pössum upp á þessar mikilvægar reglur og best er að félagar hringi frekar en að koma ef þeir eru með hin minnstu kvefeinkenni. Við höldum áfram að hafa gaman saman en setjum ekki dagskrá í loftið fyrr en smittölur lækka. Hlakka til að sjá ykkur eftir helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

3 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarVið óskum ykkur farsældar á komandi ári og þökkum fyrir frábærar samverustundir á árinu sem er að líða undir lok. Megi gleðin, vináttan og hláturinn fylgja okkur inn í nýtt ár ❤ See MoreSee Less
View on Facebook

1 month ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir rólega og jólalega viku. Nú er Strókur kominn í jólafrí og opnum við aftur á þrettándanum.Gleðileg jól til ykkar allra og sjáumst hress og kát á nýju ári <3 See MoreSee Less
View on Facebook

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *