Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

8 hours ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir einstaklega skemmtilega viku. Við fengum stóran hóp í vikunni í heimsókn, þ.e. 25 konur sem vinna við starfsendurhæfingu víðsvegar á Suðurlandi og Akranesi. Það var virkilega ánægjulegt að hitta þennan góða hóp og kynnar þeim okkar góðu starfsemi. Hér kemur dagskrá næstu viku, sjáumst hress og kát 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

2 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir skemmtilega viku. Nýr starfsmaður hóf störf hjá Strók í vikunni, Jóna Vigdís, og tókum við fagnandi á móti henni. Á húsfundi ákváðum við að hefja aftur Pálínuboðin okkar og verður í vetur Pálinuboð fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði, næsta boð er því fimmtudaginn 6. október. Hér kemur dagskrá næstu viku.Góða helgi til ykkar allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

3 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða viku. Við skelltum auðvitað pyslum á grillið í góða veðrinu og nutum þess að vera til. Elfar hóf kennslu í listmálun og var honum svo sannarlega tekið fagnandi. Hvetjum við félaga til þess að mæta snemma á þriðjudagsmorgnum og mála undir leiðsögn sérfræðing. Hlakka til að sjá sem flesta í næstu viku, hér kemur dagskráin 🙂Góða helgi til ykkar 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

4 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Elfar listmálari mun kenna akrýlmálun í Strók alla þriðjudaga á milli 9:00-12:00 í haust. Kennslan hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum. Við hvetjum sem flesta til þess að mæta og nýta sér sérfræðikunnáttu hans. See MoreSee Less
View on Facebook

4 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir ljúfa og góða viku. Virkilega skemmtilegt að sjá myndirnar sem verið er að mála núna, þvílíkir snillingar sem þið eruð.Á hverjum þriðjudagsmorgni næstu vikurnar mun hann Elfar listmálari kenna málun á 2. hæð. Bæði byrjendur sem og lengra komnir eru hjartanlega velkomnir að taka þátt og nýta sér sérfræðikunnáttu hans. Í næstu viku stefnum við einnig á að taka upp kartöflurnar okkar og höldum áfram að föndra, mála o.fl. skemmtilegt.Sjáumst hress og kát 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt.