Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Kæru félagarÁkveðið var á húsfundi í morgun að bæta nýjum dagskrárlið í dagskrá hússins sem mun bera nafnið "tölum saman á ensku". Hópurinn mun hittast alla fimmtudaga kl: 11:00 og æfa ensku saman. Við munum æfa einfalda ensku, læra ný orð og æfa okkur að tala. Við ætlum að byrja núna á fimmtudaginn og eru allir velkomnir að taka þátt. See MoreSee Less
View on Facebook
Kæru félagarSeinasta vika gekk vel og þökkum við kærlega félögum fyrir alla vinnuna í húsi og aðstoðina við starfsmann sem stóð vaktina einn í seinustu viku. Virkilega vel gert kæru félagar. Nú er hinn starfsmaður hússins laus úr sóttkví svo næsta vika verður þægilegri. Við höfum ekki dagskrá eftir hádegi þessa vikuna nema á mánudaginn þá förum við í okkar frískandi göngutúr saman. Hér kemur dagskráin fyrir næstu viku. Sjáumst hress og kát. See MoreSee Less
View on Facebook

2 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarVið þurfum því miður að láta alla dagskrá næstu viku niður falla í ljósi þess að annar starfsmaður Stróks er kominn í sóttkví. Húsið verður að sjálfsögðu opið, heitt á könnunni og fólk getur unnið í smiðjunni uppi eða að eigin handavinnu. Félagar mega eins og alltaf þegar á reynir aðstoða við verkin í húsi.Höfum góða viku og vonandi getum við sett aftur á dagskrá sem fyrst 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

2 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir einstaklega skemmtilega viku. Reynisfjöruferð og grill á einum og sama deginum, gaman saman. Nú fer vetrarstarfið á fullt og hvetjum við fólk til þess að taka þátt í smiðjunni okkar. Verið er að ganga frá og taka til uppi, mikið er af dóti sem enginn kannast við hver á eða hefur verið hér ósnert lengi. Viljum við endilega hvetja fólk til að sækja sitt persónulega dót á næstu tveimur vikum. Ósótt dót fer eftir þann tíma í sameiginlegu smiðjuna sem allir hafa aðgang að. Látið okkur endilega vita 🙂Hér kemur dagskrá næstu viku:Sjáumst hress og kát 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *