Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða viku, það gengur glimrandi vel að föndra fyrir basarinn okkar og vil ég sérstaklega þakka ykkur fyrir dugnaðinn og alla aðra hjálp hér í húsi.Við höldum áfram að föndra, gipsa og steypa í næstu viku. Minni svo á málunina hjá Elvari en næsti miðvikudagur er seinasti kennsludagurinn hans þar til í maí. Hvet því alla til að mæta 🙂Góða helgi til ykkar 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

2 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða viku. Frábært að fylgjast með hversu vel gengur að vinna fyrir basarinn, flottar hugmyndir og skemmtilegar útfærslur. Áfram þið.Hér er dagskrá næstu viku 🙂Góða helgi See MoreSee Less
View on Facebook

3 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir vikuna og alla hjálpina. Í næstu viku opnar myndlistasýning í bókasafninu þar sem okkar kær félagi er með sýningunni. Við ætlum því að bregða undir okkur betri fætinum á mánudaginn og rölta saman á sýninguna, þeir sem eiga erfitt með gang geta sameinast í bíla. Við höldum svo áfram að föndra og undirbúa basarinn. Við fengum gefins tvo kassa af allskonar föndurdóti sem við getum farið yfir í vikunni og athugað hvort að þetta nýtist okkur ekki vel. Alltaf gaman þegar fólk hugsar til okkar. Góða helgi til ykkar allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

1 month ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða viku. Það er svo sannarlega búið að láta verkin tala hjá Strók þessa vikuna, komnir flottir steyptir sveppir í þvottahúsinu og hvert listaverkið á fætur öðru verður til á efri hæð hússins. Í setustofunni er svo prjónað líkt og enginn sé morgundagurinn. Skemmtilegt að segja frá því að einn af okkar félögum kom með stóra en mjög illa farna tréstyttu og gerði hana upp. Afskaplega vönduð vinnubrögð og styttan nú hin glæsilegasta. Húsið er fullt af hæfileikaríkum snillingum! Áfram þið!Forstöðukona Stróks hitti félaga Lionsklúbbs Hveragerðis á mánudagskvöldið og hélt tölu um Strók. Lions félagar veittu Strók styrk að fyrirlestri loknum og viljum við hjá Strók þakka Lionsklúbbnun í Hveragerði kærlega fyrir þennan virðingavott og ánægjulega samveru á mánudagskvöldið var. Hér kemur dagskrá næstu viku, við höldum áfram að vinna að verkum fyrir basarinn okkar í sumar og auðvitað eru félagar velkomnir með hluti að heiman sem þeir vilja gefa nýtt líf.Góða helgi til allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

1 month ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða viku og frábært Pálínuboð. Veitingarnar einstaklega flottar og bragðgóðar! Í næstu viku hefjum við steypu og gipsvinnu og byrjum að safna á sumarbasarinn okkar. Allir sem vilja leggja hönd á plóg eru svo sannarlega velkomnir að koma með góðar hugmyndir fyrir basarinn. Ég minni svo á málunina hjá honum Elvari listmálara á miðvikudögum, hvet alla til að nýta sér hans þjónustu. Hér kemur dagskrá vikunnar, góða helgi til ykkar allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *