Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða viku. Það var verið að sauma fjölnota poka í borðstofunni, sauma kort og búa til kerti í Hannesarholti, prjóna og spjalla í setustofunni, búa til lampa í þvottahúsinu og allir hinir á fullu í iðjunni á 2. hæð að mála, föndra, teikna og vinna með leður. Öflugt og skapandi fólk. Í næstu viku setjum við upp jólaljósin og höldum áfram að vinna að okkar verkefnum. Það var brotist inn hjá okkur á aðfaranótt fimmtudags en sem betur fer engu stolið en gluggi sem spenntur var upp þurfti að laga. Sigþór stórvinur okkar og smiður gekk strax í verkið og er glugginn kominn í lag. Málið er komið til lögreglu ásamt því að farið var yfir allann öryggisbúnað í húsi og myndavélakerfi. Við minnum á félagahittinginn í GK bakarí á morgun kl. 14:00.Góða helgi til allra. See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Við breyttum matsalnum í saumastofu fyrir og eftir hádegismat þar sem verið er að sauma glæsilega fjölnota poka fyrir næsta basar. Haldið var áfram að vinna í fjölbreyttum verkum iðjunni okkar á 2. hæð og sauma út kort í Hannesarholti. Veðrið lék ekki við okkur í vikunni en félagar sáu um að moka reglulega stéttina svo allir kæmust inn í hús. Við urðum að fresta keiluferðinni okkar en munum finna nýjan tíma til að fara.Við minnum á félagahittinginn á morgun í GK bakarí kl. 14:00.Góða helgi til allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Veðurspáin gekk ekki eftir – við opnum 9:30 í dag svo hægt sé að moka áður en við komum <3 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarNú er appelsínugul viðvörun í kortunum og munum við loka kl. 13:45 í dag og hafa lokað í Strók á morgun. Förum öll varlega og tökum engar áhættur á bílum á sumardekkjum. Góðar kveðjur til ykkar allra <3 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Aðalfundur Stróks var haldinn mánudaginn 20. október og var vel sóttur. Í vikunni er búið að vera að mála steyptar fígurur, sauma kort, prjóna, mála myndir, æfa sig að skera út og pússa með nýjum græjum og svo lengi mætti telja. Fjóla forstöðukona hélt erindi um Strók í Grænumörk fyrir félag eldri borgara 16. október og voru allir mjög hrifnir af handverki Stróksfélaga sem hún sýndi fólkinu. Ég minni á keiluferðina okkar miðvikudaginn næsta kl. 16:00. Við sameinumst í bíla hér hjá Strók kl. 15:00 og eigum frábæra bæjarferð saman. Minni á félagahittinginn á morgun kl. 14:00 í GK bakarí.Við sjáumst hress og kát eftir helgi. See MoreSee Less
View on Facebook
Verified by MonsterInsights