Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.
Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.
Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.
Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!
Fylgdu okkur á Facebook
Nýjustu Facebook fréttir:
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Við héldum okkar árlega aðalfund á mánudaginn var og fórum yfir seinasta ár. Félagar fóru út að borða í vikunni og áttu góða stund saman að vanda. Við fengum gefins heilmikið af kjöti í vikunni sem er mikil búbót fyrir okkur og viljum við þakka fyrir hlýhuginn í okkar garð. Það er unnið að fullum krafti í iðjunni okkar, núna er helst verið að föndra fyrir jólin. Við viljum þakka Möggu Steinu fyrir hennar framlag í dag á námskeiðinu Sterkari saman, hún verður svo með hugleiðslu næstu fimmtudag fyrir hópinn. Ég minni svo á félagahittinginn á konungskaffi á morgun klukkan 14:00Góða helgi til allra 🙂
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Við viljum byrja á því að þakka Dr. Guðrúnu Helgu fyrir frábæran fyrirlestur um valdeflingu. Við skiptum út blómunum við innganginn og eru nú komin falleg haustblóm í vasana. Við breyttum borðstofunni okkar til þess að koma fleirum fyrir þar sem félögum hefur fjölgað mikið hjá Strók seinustu mánuði. Húsið er stórt og nýtum við hvert horn vel svo það fari vel um alla. Í næstu viku mun Magga Steina vera með erindi um sálræna skyndihjálp. Aðalfundur Stróks verður mánudaginn 7. október klukkan 17:15, allir velkomnir. Við minnum svo á félagahittinginn á Konungskaffi á morgun klukkan 14:00. Góða helgi til allra 🙂Í næstu viku verður Magga Steina með erindi um sálræna skyndihjálp. Á mánudaginn verður aðalfundur Stróks klukkan 17:15 og eru allir velkomnir á hann.
Kæru félagarTakk fyrir góða viku, hér hefur verið mikið um að vera eins og alltaf. Við bættum fleiri perlum við í skartgripagerðina og munum halda áfram að gipsa í næstu viku. Viljum við þakka Möggu Steinu fyrir hennar framlag þessa vikuna á námskeiðinu okkar Sterkari saman.Í næstu viku kemur Dr. Guðrún Helga aftur til okkar og heldur námskeið um valdeflingu. Ég minni á félagahittinginn á morgun klukkan 14:00.Sjáumst hress og kát eftir helgi.
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Hér er unnið á fullu í iðjunni og hvert listaverkið á fætur öðru lítur dagsins ljós. Unnið á báðum hæðum og finnst okkur virkilega gaman að sjá hve vel gengur í skartgripagerðinni á neðri hæðinni. Félögum heldur áfram að fjölga og því gott að nýta vel öll rými. Viljum við þakka Sóley Björk kærlega fyrir sinn fyrirlestur um jákvæða sálfræði í dag. Í næstu viku heldur námskeiðið okkar sterkari saman áfram og verður Magga Steina með fyrirlestur um streitu. Hér kemur dagskrá næstu viku. Ég minni svo á félagahittinginn á Konungskaffi á morgun klukkan 14:00.Góða helgi 🙂