Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Takk fyrir frábæra viku kæru félagar. Það er alltaf nóg um að vera hjá Strók og tókum við á móti tveimur nýjum félögum í vikunni og fengum frábæra heimsókn frá bæjarstjóra Árborgar. Virkilega ánægjulegt í alla staði hversu mikið félögum fjölgar og einstaklega skemmtilegt að sýna bæjarstjóranum okkar góðu starfsemi. Námskeiðið okkar gengur vel og viljum við þakka Möggu Steinu fyrir hennar fyrirlestur í dag um sorg og sorgarviðbrögð. Við minnum á félagahittinginn á morgun á Konungskaffi klukkan 14:00.Góða helgi til allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir einstaklega skemmtilega viku. Námskeiðið okkar Sterkari saman hófst í vikunni og er mjög góð þátttaka hjá okkur eða 23 skráðir á námskeiðið. Viljum við þakka Sóley Björk kærlega fyrir sitt framlag í dag og við hlökkum til að sjá hana aftur 19. september. Við fengum frábæra heimsókn í vikunni þegar fjórir starfsmenn virkiverkefnis fyrir ungt fólk hjá Árborg heimsótti okkur og fékk kynningu á okkar starfssemi. Í dag komu svo dásamleg hjón til okkar og gáfu okkur rifsberjasultu sem þau höfðu unnið úr berjunum í okkar garði. Þau ganga hér iðulega framhjá og spurðu fyrr í vikunni hvort að þau mættu ekki tína berin og búa til sultu fyrir okkur. Við þáðum það svo sannarlega. Þau komu svo í dag færandi hendi með dásamlegar sultukrukkur, kex og ost. Sultan sló svo sannarlega gegn og erum við þakklát fyrir góðvildina. Ég fékk leyfi til að birta mynd af þeim. Í næstu viku höldum við áfram að föndra og námskeiðið heldur áfram, þá mun Magga Steina fara yfir sorg og sorgarviðbrögð. Ég minni svo á félagahittinginn á Konungskaffi á morgun klukkan 14:00.Góða helgi til allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir skemmtilega viku, félagar eru enn að týnast í hús eftir sumarfríin sín og starfssemin fer nú að fara á fullt. Á mánudaginn verður húsfundur klukkan 11:15 og hvet ég alla til að mæta á hann þar sem farið verður yfir námskeiðið okkar sem hefst 29. ágúst og verður alla fimmtudaga kl. 11-12 til 24. október. Námskeiðið er styrkt af Öryrkjabandalagi Íslands og er ykkur því að kostnaðarlausu. Við höfum fengið aðstöðu fyrir fyrirlestrana í Fjölheimum og erum við þakklát fyrir hve vel var tekið í bón okkar um stofu fyrir námskeiðið. Við höldum svo áfram að vinna í iðjunni og njóta þess að hafa gaman saman. Ég minni svo á félagahittinginn á Konungskaffi á morgun klukkan 14:00. Sjáumst á mánudaginn. See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarVið hjá Strók erum búin að vera að undibúa glæsilegt námskeið sem ber heitið "Sterkari saman"sem haldið verður á fimmtudögum kl. 11:00-12:00 frá 29. ágúst til 24. október. Námskeiðið verður haldið í gömlu smíðastofunni eða Hólminum í húsnæði Fjölheima sem er næsta húsnæði við Strók. Við höfum fengið frábæra leiðbeinendur til að kenna á námskeiðinu. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal að námskeiði loknu. Skráning á námskeiðið er á töflunni á 1. hæð Stróks. Dagskrá námskeiðs29. ágúst – Kynning og núllstilling, 5. september – Sorg og sorgarviðbrögð12. september – Markmiðssetningar19. september – Jákvæð sálfræði26. september – Streita3. október – Valdefling10. október – Sálræn skyndihjálp17. október – Hugleiðsla24. október – Örnámskeið i skyndihjálpÖryrkjabandalag Íslands styrkir námskeiðið og því er það þátttakendum að kostnaðarlausu. See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarNú er önnur vikan eftir sumarfrí liðin og félagar farnir að sinna sínum verkefnum í iðjunni. Við förum rólega af stað eftir sumarfrí og njótum þess að hafa gaman saman. Nú eru félagahittingarnir aftur á föstudögum i Konungskaffi klukkan 14:00.Góða helgi til ykkar allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Verified by MonsterInsights