Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Kæru félagarBestu og innilegustu þakkir fyrir góða og gleðilega viku. Við héldum litlu jólin okkar í dag og þvílík hátíð! Jólasveinkan okkar keypti og eldaði matinn fyrir okkur, jólasendillinn okkar sá um að flytja vörur úr búð og í hús (ásamt því að moka snjóinn af gangstéttinni) og elsku yndislegi jólaálfurinn okkar sá um að skreyta allt svo fínt og flott. Aðrir félagar hafa svo sannarlega lagt hönd á plóg líka og gert stemninguna í húsi ljúfa og góða með sínu framlagi. Takk allir 🙂Höldum áfram á þessari braut í næstu viku. Föndrum, syngjum og höfum gaman saman. Bestu kveðjur inn í helgina til ykkar allra <3 See MoreSee Less
View on Facebook

2 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu og innilegustu þakkir fyrir vikuna. Nú er búið að bæta enn frekar á jólaskrautið hjá okkur og búið að setja þessa fallegu greniseríu á svalirnar. Mikið sem það verður ljúft að mæta hingað á morgnana og leyfa jólaljósunum að taka á móti okkur. Mig langar til að setja hér inn þakkir til GK Bakarí á Selfossi sem gefur alltaf Strók nýbökuð brauð á fimmtudagsmorgnum. Þvílík búbót fyrir okkur hér í Strók og svo dásamlega bragðgóð. Takk fyrir okkur <3Við höfum næstu viku ljúfa og góða í húsi, hlakka til að sjá ykkur 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

3 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir góða og ánægjulega viku. Við reynum að halda okkar striki í næstu viku í föndri, spjalli og höfum notalegt í húsi þrátt fyrir metfjölda smita dag eftir dag. Munum persónulegar sóttvarnir og hringja frekar í okkur heldur en að koma í hús ef um veikindi er að ræða. Bestu kveðjur til ykkar inn í helgina 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

4 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða viku. Vel af sér vikið að setja upp jólaljósin, nú lýsir húsið okkar svona fallega upp skammdegið. Við þurfum að halda áfram á vera á tánum vegna fjölda smita í samfélaginu og höfum því takmarkaða dagskrá í næstu viku. Munum að byrja á því að þvo hendur og spritta þegar við komum inn í hús og við starfsmenn þrífum sameiginlega snertifleti reglulega yfir daginn. Hlakka til að sjá ykkur í næstu viku. Góða helgi til ykkar 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

1 month ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku og einstaklega skemmtilegan Kjötsúpudag og kæfugerð. Mikið sem allir nutu í dag að fá afganga af súpunni og þessa bragðgóðu kæfu ofan á brauðið. Kennslan í málun gengur þvílíkt vel hjá honum Elfari og hvert listaverkið á fætur öðru fær á sig mynd. Í næstu viku ætlum við að taka þátt í "setjum jólaljósin upp 1. nóvember" og látum húsið okkar skína skært í skammdeginu. Hlakka til að sjá sem flesta, hér kemur dagskrá vikunnar 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *