Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Kæru félagarBestu þakkir fyrir skemmtilega viku. Jólasveinaföndrið hefur nú aldeilis gengið vel og eru margir sem gerðu líka Grinch, virkilega flott hjá ykkur. Við höldum áfram í jólasveinaföndri í næstu viku og auðvitað verður Elvar á sínum stað á þriðjudögum með kennslu í málun. Við ætlum svo að skreyta jólatréið og hafa huggulega aðventu hér í húsi. Ég minni svo á Pálínuboðið á fimmtudaginn, þemað er gull og glamúr 🙂Hlakka til að sjá sem flesta, hér kemur dagskráin. See MoreSee Less
View on Facebook

2 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir skemmtilega viku, jólasveinarnir eru nú farnir að taka á sig ansi skemmtilega mynd. Já og auðvitað einn Grinch í hópnum. Þetta er svo sannarlega skemmtilegt verkefni. Hlakka til að sjá ykkur í næstu viku, hér kemur dagskráin 🙂Góða helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

3 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða viku. Það var orðið svo þröngt á þingi hjá okkur í setustofunni og því var ráðist í að kaupa nýja sófa til að bæta við plássi. Nú verður Hannesarholti breytt í auka setustofu. Hann Jón Pálsson leigubílstjóri styrkti okkur um 300 þúsund krónur fyrir sófunum, restin fengum við úr basarsjóðnum okkar. Bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf Jón og þakkir til ykkar allra sem hafið lagt hönd á plóg við basarinn. Strókur er svo sannarlega góður staður til að vera á.Í næstu viku hefjum við vinnu við jólasveinana okkar, það er ánægjulegt að segja að metþátttaka er í verkefninu. Mikið sem ég hlakka til að fylgjast með ykkur mála og skreyta þá. Að lokum vil ég minna alla á að taka 7. desember frá því þá er jólamaturinn okkar. Allir félagar velkomnir en verður að skrá sig fyrir 5. desember. Skráning á töflunni niðri.Góða helgi til ykkar allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

4 weeks ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir einstaklega notalega viku og frábært Pálínuboð. Í næstu viku ætlum við að byrja að mála og föndra jólasveina úr timbri. Sama aðferð og hrekkjavöku karlarnir. Þeir sem vilja taka þátt mega endilega láta vita í byrjun næstu viku. Því fleiri því skemmtilegra 🙂Sjáumust hress og kát í næstu viku 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

1 month ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir einstaklega góða viku. Við tókum slátur í vikunni og tókst það svo sannarlega vel. Mikið hefur verið um að vera í iðjunni okkar – mála, sauma, prjóna, hekla og smíða. Þvílíkir listamenn sem þið eruð 🙂Hér kemur dagskrá næstu viku, ég minni á Pálínuboðið á fimmtudaginn 3. nóvember og verður bleikt þema að þessu sinni 🙂Góða helgi til ykkar 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *