Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.
Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.
Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.
Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!
Fylgdu okkur á Facebook
Nýjustu Facebook fréttir:
Kæru félagar![]()
Bestu þakkir fyrir góða viku. Það er búið að vera afskaplega rólegt hjá okkur í vikunni enda margir komnir í frí með sin börn eða farnir í ferðalag. Til ykkar félaga sem eru á ferðalagi sendum við okkar bestu kveðjur og endilega verið dugleg að setja inn myndir á félagasíðunni okkar :).![]()
Í næstu viku á miðvikudaginn frá kl. 9-12 er seinasti tíminn í máluninni hjá Elfari og viljum við hvetja félaga til að nýta sér sérþekkingu hans. Alveg frábært að sjá útkomunina hjá bæði byrjendum og lengra komnum. ![]()
Sjáumst hress og kát í næstu viku 🙂
Kæru félagar![]()
Bestu og innilegustu þakkir fyrir einstaklega skemmtilega viku og frábæra ferð um uppsveitir Árnessýslu á þriðjudaginn var. ![]()
Ferðasagan
Hópurinn hittist í Strók á þriðjudagsmorgun og fékk sér kaffisopa. Klukkan 10 var safnast saman í rútuna og lagt af stað. Fyrst stoppuðum við á Sólheimum í Grímsnesi, röltum þar um nytjamarkaðinn, skoðuðum handverkssmiðjuna þeirra, skoðuðum umhverfið í kringum Péturstorg og borðuðum hádegismat. Næsta stopp var Skálholt þar sem við sáum breytingarnar á kirkjunni, þá keyrðum við nálægt bústaðnum hennar Siggu og sáum hversu fallegur hann er. Leiðin lá næst í Litlu bændabúðina á Flúðum sem er alltaf jafn skemmtilegt að koma í. Við brunuðum svo upp í Sólheima í Hrunamannahreppi og skoðuðum Samansafnið sem kom öllum skemmtilega a óvart. Að lokum stoppuðum við í Almars bakarí á Flúðum og fengum okkur kaffi og kruðerí 🙂. Þegar allir voru orðnir sætir eftir bakaríið fórum við heim sæl og glöð. Frábær dagur með fullt af skemmtilegum ævintýrum sem munu lifa lengi í minningunni. Takk enn og aftur allir 🙂![]()
Nú þegar það er orðið svona rólegt í húsi þá sleppum við dagskrá næstu tvær vikurnar utan þess að Elfar listmálari verður með kennslu í málun alla miðvikudagsmorgna frá kl. 9-12. Viljum við hvetja áhugasama til að nýta sér hans sérfræðikunnáttu. Það verður enn frjálst föndur í húsi og félagar geta gengið í sín hefðbundnu verkefni áfram. ![]()
Hlakka til að sjá sem flesta, góða helgi 🙂
Kæru félagar![]()
Takk fyrir góða og skemmtilega viku. Við stefnum á ferðalag á þriðjudaginn í næstu viku um uppsveitir Árnessýslu og vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir.![]()
Góða helgi til ykkar 🙂
Kæru félagar![]()
Bestu þakkir fyrir góða viku. Basarinn okkar tókst einstaklega vel og vil ég þakka öllum fyrir að standa vaktina. Vel gert öll!![]()
Hér kemur dagskráin fyrir næstu viku, höfum gaman saman og höldum áfram að mála og föndra saman. ![]()
Góða helgi 🙂