Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Kæru félagarBestu þakkir fyrir einstaklega góða viku sem hófst á sunnudaginn með þátttöku á aðventuhátíð að Laugalandi á Holti þar sem við vorum með vörur okkar til sölu. Við fengum að sjálfsögðu besta borðið á besta staðnum að okkar mati og nutum þess að eiga þessa stund þarna saman. Takk allir fyrir þátttökuna og vel staðna vakt við borðið okkar.Við settum upp jólatréið í vikunni og áttum yndislega stund saman á miðvikudaginn þegar jólaboð Stróks var haldið með dýrindis kræsingum að vanda. Viljum við sérstaklega þakka Jónunum okkar fyrir eldamennskuna, þvílík veisla. Í næstu viku verður engin hefðbundin dagskrá en félagar geta unnið áfram í þeim verkefnum sem þeir kjósa. Við verðum með notalega jólastemningu í húsi. Ég minni svo á félagahittinginn á morgun á Konungskaffi klukkan 14:00. Sjáumst hress og kát eftir helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Jólaséríurnar komnar upp og allt tilbúið fyrir basarinn á sunnudaginn. Vel gert allir :).Hér kemur dagskrá næstu viku, allir félagar velkomnir í jólamatinn 6. desember en þið þurfið að skrá ykkur í seinasta lagi á mánudaginn í matinn. Skráning á tölfunni niðri. Minni á félagahittinginn á morgun klukkan 14:00 á Konungskaffi. Sjáumst sem flest hress og kát á sunnudaginn á aðventuhátíðinni að Laugalandi í Holtum.Góða helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir skemmtilega viku, nú er byrjað að pakka niður fyrir basarinn, byrjað að setja upp jólaljósin og enn verið að vinna að listaverkum fyrir jólin. Málunin hjá Elvari verður á sínum stað á þriðjudaginn mill 9-12 og hugleiðslan hjá Rúnari klukkan 13:00 á miðvikudaginn. Næsta vika fer svo í lokafrágang fyrir basarinn þann 3. desember á Laugalandi. Jólamaturinn okkar verður 6. desember næstkomandi og hægt er að skrá sig í hann á töflunni á fyrstu hæð. Við hvetjum alla félaga til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburð. Ég minni svo á félagahittinginn á Konungskaffi klukkan 14:00 á morgun. Góða helgi til allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *