Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.
Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.
Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.
Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!
Fylgdu okkur á Facebook
Nýjustu Facebook fréttir:
Kæru félagar![]()
Ef þið þekkið góða hlaupara þá megið þið endilega benda á að hlaupa fyrir Strók í Reykjavíkurmaraþoninu. Þið megið deila þessari færslu að vild 🙂![]()
www.rmi.is/hlaupastyrkur/godgerdamal/681-klubburinn-strokur-virknimidstod
Kæru félagar![]()
Bestu þakkir fyrir skemmtilega viku. Vil ég sérstaklega þakka einum af okkar kæru félögum sem hefur dekrað okkur í hádeginu með eldamennsku á heimsmælikvarða. Mikið sem við erum heppin. ![]()
Við ætlum að hefja göngutúrana okkar aftur í næstu viku og halda áfram í kortagerðinni. ![]()
Sjáumst hress og kát 🙂
Kæru félagar![]()
Fyrsta vikan okkar eftir sumarfrí fór vel af stað. Félagar glaðir að koma aftur í hús og eiga góðar stundir saman. ![]()
Í næstu viku hefst starfið okkar aftur og ætlum við að hella okkur í kortagerð. Búið er að setja aðstöðu fyrir kortagerð í Hannesarholti fyrir þá sem eiga erfitt með að ganga upp stigann. ![]()
Hlakka til að sjá sem flesta 🙂
Kæru félagar![]()
Við opnum klukkan 10 í fyrramálið eftir gott sumarfrí. Spáin er góð og því tilvalið að skella pylsum á grillið í hádeginu og hafa gaman saman.![]()
Hlakka til að sjá ykkur sem flest 🙂
Kæru félagar![]()
Takk fyrir skemmtilegt vöfflukaffi í dag. Nú er komið að sumafríi Stróks og verður lokað frá 5. júlí til 28. júlí. Vonandi að allir eigi gleðilegt og gott sumar. ![]()
Bestu kveðjur til allra og sjáumst hress og kát eftir sumarfrí 🙂