Kæru félagarBestu þakkir fyrir einstaklega skemmtilega viku sem endaði á sumarferð Stróks. Hópurinn skellti sér til Vestmannaeyja þetta árið og var ferðin einstaklega skemmtileg og gefandi. Við hófum ferðalagið á Hvolfsvelli þar sem við borðuðum nesti í lystigarðinum og fengum okkur kaffi á N1. Fórum svo í Herjólf og voru allir sammála um að ferðin í bátnum var hin ljúfasta enda gott veður. Hluti af hópnum fór að sjá Mjaldrana á meðan aðrir fóru í heimsóknir og skoðunarferðir um eyjuna, við fórum svo öll saman að skoða Eldheima og fræðast um eldgosið 1973, næst var farið í skoðunarferðir um eyjuna sem endaði í Herjólfsdal. Hópurinn fór svo í hlaðborð á Pizza 67 og áttum þar góða og hlýja stund eftir daginn. Við sigldum heim með 19:30 bátnum og var gott í sjónum og ferðin hin notalegasta. Nú er allir komnir til síns heima heilir og sælir eftir góðan dag í eyjum. Takk fyrir einstaklega skemmtilega sumarferð kæru félagar. Í næstu viku höldum við áfram í frjálsu föndri og vonandi að við fáum sól til þess að njóta saman í garðinum. Minni á félagahittinginn á Konungskaffi á morgun kl. 14:00Sjáumst hress og kát eftir helgi 🙂 … See MoreSee Less
Kæru félagarBESTU þakkir fyrir frábæran dag! Þið voruð mögnuð og unnum við sem einn maður í dag bæði við að koma öllu upp, baka vöfflur, afgreiða, grilla, taka vel á móti öllum sem komu og ganga frá. Virkilega vel gert! Við færum Ella leikara og söngvara okkar bestu þakkir fyrir sönginn í dag og gleðina. Eigið góða helgi og við sjáumst hress og kát á þriðjudaginn kemur þar sem lokað verður á mánudaginn. … See MoreSee Less
Þetta gerist yfirleitt vegna þess að eigandinn deildi innlegginu einungis með takmörkuðum hópi fólks, breytti hver getur séð innleggið eða því hefur verið eytt.
Kæru félagarÉg vil byrja á því að segja að þið eruð frábær og þakka ykkur kærlega fyrir yndislega viku. Við stóðum öll saman sem einn maður í dag og settum upp markaðinn og gerðum húsið fínt. Nú tökum við hress og kát á móti öllu fólkinu á laugardaginn kemur þegar við höldum okkar árlega sumarbasar. Ég minni á Konungskaffi á morgun kl. 14:00Sjáumst hress og kát á laugardaginn kæru vinir og félagar <3 … See MoreSee Less
Laugardaginn 7. júní kl. 13-16 verður sumarbasar haldinn í Strók að Skólavöllum 1 á Selfossi. Til sölu verða handsaumuð tækifæriskort, málverk, blómahengi, listilega skreyttir blómapo…