Skipulagsskrá

Skipulagsskrá fyrir Klúbbinn Strók.

  1. gr.

Klúbburinn Strókur er sjálfseignarstofnun með sérstakri stjórn. Starfssvæði er Árnessýsla, Rangárþing og V- Skaftafellssýsla. Heimili og varnarþing er í Árborg.

2. gr.

Stofnfé stofnunarinnar er kr. 621.000,-. sem er höfuðstóll bankabókar sem stofnuð var í þessu skyni. Stofnfé þetta er lagt fram af stofendum sem hafa aflað þess með styrkjum. Á hverjum tíma skulu vera bundnir fjármunir í stofnuninni, sem að verðgildi á núvarandi verðlagi skulu nema kr. 621.000,-.

3. gr.

Tilgangur stofnunarinnar er að auka tengsl geðfatlaðra við samfélagið með því að reka Klúbbinn Strók þar sem veitt er aðstoð við að útvega geðfötluðum húsnæði og atvinnu og stuðla þannig að því að þeir gerist virkir þátttakendur í samfélaginu.

Til þess að stofnunin geti náð megin tilgangi sínum er stjóm stofnunarinnar heimilt fyrir hönd stofnunarinnar að eiga samstarf við aðra aðila og gerast í því skyni aðili að samstarfssamningi um lengri eða skemmri tíma.

4. gr.

Stjórn stofnunarinnar er skipuð sjö mönnum og skal fyrsta stjórn stofnunarinnar skipuð þannig: Sigríður Jensdóttir formaður, kt. 290450-2339, Björn Sigurðsson gjaldkeri, kt. 050247-2019, Björn Bjarndal Jónsson, kt. 160152-4199, Drífa Hjartadóttir, kt. 010250-2509, Margrét Frímannsdóttir, kt. 290554-4549, Sigurður Jónsson, kt. 270448-2089 og Þórdís Ingólfsdóttir, kt. 170352-3519. Framangreindir aðilar eru jafnfnframt stofnendur Klúbbsins Stróks.

Heimilt er að fjölga stjórnarmönnum og skipa að auki varamenn ef meirihluti stjórnar samþykkir. Stjórnin skiptir með sér verkum. Starfstími stjórnarinnar skal vera til tveggja ára í senn. Stjómarmenn velja sér eftirmenn að starfstíma loknum, kjósi þeir ekki að sitja í stjórninni næsta starfstímabil.

Stjórnin skal vinna að markmiðum stofnunarinnar. Hún ber ábyrgð á rekstri, fjárhag og eigum stofnunarinnar og kemur fram fyrir hennar hönd gagnvart þeim sem veita henni fjárhagslegan stuðning. Stjórnin ákveður starfstilhögun stofnunarinnar og setur sér og stofnuninni starfsreglur.

Stjórnin heldur minnst fjóra fundi á ári. Fundargerðir skulu haldnar. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum í stjórn stofnunarinnar.

Stjórnin skal árlega boða til opinbers fundar og veita þar upplýsingar um starfsemina. Fundurinn skal auglýstur í dagblöðum.

5. gr.

Tekjur stofnunarinnar eru auk vaxta af stofnframlagi:

a)       Framlög frá ríki og sveitarfélögum,

b)       Frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og sjóða,

c)       Áheit og gjafir,

d)      Leigutekjur, vaxtatekjur og fleira.

Fjármunir þeir sem stofnunin á eða eignast skulu ávaxtaðir í nafni stofnunarinnar á sem hagstæðastan hátt í bönkum, sparisjóðum eða ríkistryggðum skuldabréfum. Tekjum og eignum stofnunarinnar má einvörðungu verja í þeim tilgangi sem samrýmist markmiðum hennar.

 

6. gr.

Stjómin ræður framkvæmdarstjóra til þess að annast daglegan rekstur Klúbbsins Stróks og stjórnun hans í sínu umboði og setur honum erindisbréf. Framkvæmdarstjórinn skal sjá til þess að Klúbburinn Strókur sé rekinn í samræmi við markmið stofnunarinnar og meginreglur Fountain Hause hugmyndafæðinnar.

Framkvæmdarstjóri situr stjómarfund með málfrelsi og tillögurétt.

7. gr.

Reikningar sjálfseignarstofnunarinnar skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda sem skipaður er af stjórn til að minnsta kosti tveggja ára í senn. Endurskoðaðir reikningar skulu sendir til ríkisendurskoðun eigi síðar en 30. júní fyrir hvert næstliðið ár ásamt skýrslu um hvernig fé stofnunarinnar hefur verið ráðstafað á því ári. Um reikningshald fer að lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

8. gr.

Breytingar á skipulagsskrá þessari og ákvarðanir um að hætta rekstri stofnunarinnar skulu samþykktar af 2/3 hluta stjórnarmanna og staðfestar af dómsmálaráðherra. Verði stofnunin lögð niður skal hún og allar eigur hennar, renna til málefni er varða bætta félagslega stöðu geðfatlaðra.

9. gr.

Leita skal staðfestinga dómsmálaráðherra á skipulagsskrá þessari og hún birt í B- deild Stjórnartíðinda.

 

Selfossi 19. febrúar 2004.

 

 

Verified by MonsterInsights