Athvarf

Í Strók er boðið upp á athvarf fyrir alla sem sækjast eftir félagsskap og virkni. Í húsinu okkar eru bæði setustofur og iðjuherbergi og ávallt hægt að finna sér eitthvað við að vera.

Það er mikilvægt fyrir langflesta að finna sér hlutverk í lífinu og einnig að geta gefið af sér til annarra. Félagsleg virkni skiptir því sköpum og stuðla starfsmenn og þátttakendur í Strók að því að svo megi verða hjá öllum sem mæta til okkar.

Í dagskránni okkar bjóðum við upp á ýmislegt sem getur aukið félagslega þátttöku, bæði innanhús og einnig með vettvangsferðum og öðrum viðburðum sem brydda upp á og gera lífið skemmtilegra og litríkara.

Verified by MonsterInsights