Klúbburinn STRÓKUR var stofnaður á Selfossi vorið 2005. Starfsemi klúbbsins hefur vaxið jafnt og þétt og eru félagar nú rúmlega 60 talsins. Tilgangur klúbbsins er meðal annars að auka tengsl fólks með geðraskanir við samfélagið með því að reka heimili/afdrep að Skólavöllum 1 Selfossi, þar sem félagsmenn fá aðstoð og uppörvun til að takast á við hið daglega líf. Starfssvæði Klúbbsins STRÓKS er Árnessýsla, Rangárþing og V-Skaftafellssýsla.
Follow:
Opnunartími
8:30 – 15:00
Mánudaga til fimmtudaga
Viltu leggja Stróki lið?
Hægt er að styrkja starfsemina með því að leggja inn á reikning: 0308-13-301165
kennitala: 471105-0820.
Öll framlög eru vel þegin, stór og smá.