Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.
Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.
Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.
Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!
Fylgdu okkur á Facebook
Nýjustu Facebook fréttir:
Kæru félagarÞað var svo mikið um að vera í seinustu viku að mér láðist að nefna að við fengum stórkostlega heimsókn frá Kvenfélaginu í Villingaholtshrepp sem komu færandi hendi og veittu okkur styrk upp í paxskápana sem við vorum að kaupa til að breyta iðjunni okkar. Þær fengu góða kynningu á starfsemi Stróks og fengu að sjá öll listaverkin sem snillingarnir hjá Strók hafa verið að vinna að í haust. Við viljum þakka þeim kærlega fyrir heimsóknina og styrkinn sem nýttist okkur svo sannarlega vel. Við viljum einnig þakka Ikea fyrir góðan afslátt af skápunum og styrkja þar með okkar frábæra starf.
Kæru félagarTAKK með stórum stöfum fyrir þessa frábæru viku. Þvílíkur dugnaður og samvinna er það sem einkenndi þessa frábæru viku. Búið er að setja jólaseríur í alla glugga og er nú aðkoman að húsinu björt og falleg í skammdeginu. Hópurinn fór á skyndihjálparnámskeið hjá Viðari Arasyni á miðvikudaginn og lærðu svo sannarlega mikið. Við þökkum honum kærlega fyrir okkur. Við fengum svo 581 kg af paxskápum (9 skápa) eftir hádegi þann dag og gerðu félagar (sem líkamlega burði höfðu til þess) sér lítið fyrir og unnu saman sem einn maður að bera allt dótið á efri hæðina. Vel gert! Í dag var svo hafist handa við að tæma gömlu skápana og byrjað að setja saman þá nýju. Þvílík samvinna, gleði og dugnaður. Enginn getur allt en allir geta eitthvað, það átti svo sannarlega við í dag. Saman náðum við að vinna verkin með gleði í hjarta og bros á vör, kófsveitt en stolt eftir daginn. Virkilega vel gert allir. Ég minni á félagahittinginn á morgun á Konungskaffi klukkan 14:00Við sjáumst svo á mánudaginn þar sem við munum halda áfram að setja saman skápana og raða fallega í þá. Góða helgi til allra 🙂
Við fengum nýju pax skápana okkar í dag og hjálpuðust félagar við að bera þessa þungu hluti upp á aðra hæð. Virkilega vel gert kæru félagar. Einn nýr félagi var að mæta í fyrsta sinn til Stróks þegar sendingin kom í hús og tók þátt í herlegheitum að bera allt upp, hann er því komin með góða sögu í farteskið um virknimiðstöðina okkar. Góð og mikil samvinna. Á morgun mæta félagar með skrúfvélar og munum við hefja hið mikla verk að setja skápana saman. Við gerum það hægt og rólega og vöndum til allra verka, vel skal vanda það sem lengi skal standa. Þetta verður skemmtilegt og breytingin á iðjunni okkar mun koma öllum félögum til góðs. Takk allir fyrir samvinnuna í dag og sjáumst hress á morgun.
Kæru félagarSkyndihjálparnámskeiðið okkar mun hefjast klukkan 9:30 miðvikudaginn 6. nóvember og verður haldið í stofu 205 í Fjölheimum. Það átti að hefjast klukkan 9:00 en við urðum að seinka því um 30 mín.
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða og skemmtilega viku. Á miðvikudaginn í næstu viku verður skyndihjálparnámskeiðið okkar, það hefst klukkan 9:00 og verður haldið í stofu 205 í Fjölheimum. Viðar Arason hjá skyndihjálparskólanum sér um kennsluna. Námskeiðið er Stróksfélögum að kostnaðarlausu. Minni alla á að skrá sig á töflunni á neðri hæðinni. Það verða miklar og góðar breytingar á iðjunni okkar í næstu viku en þá fáum við nýja skápa og munum við hjálpast að við að setja þá saman og raða fallega í þá. Félagar fá því meira og betra pláss til þess að geyma sitt persónulega föndurdót ásamt því að sameiginleg geymsla verður mun betri. Breytingarnar verða svo sannarlega kærkomnar. Í næstu viku setjum við einnig upp jólaljósin til að hafa bjart og hlýlegt hjá okkur í skammdeginu. Ég minni á félagahittinginn á eftir klukkan 14:00 á Konungskaffi. Góða helgi til allra og farið varlega í hálkunni.