Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Aðalfundur Stróks var haldinn mánudaginn 20. október og var vel sóttur. Í vikunni er búið að vera að mála steyptar fígurur, sauma kort, prjóna, mála myndir, æfa sig að skera út og pússa með nýjum græjum og svo lengi mætti telja. Fjóla forstöðukona hélt erindi um Strók í Grænumörk fyrir félag eldri borgara 16. október og voru allir mjög hrifnir af handverki Stróksfélaga sem hún sýndi fólkinu. Ég minni á keiluferðina okkar miðvikudaginn næsta kl. 16:00. Við sameinumst í bíla hér hjá Strók kl. 15:00 og eigum frábæra bæjarferð saman. Minni á félagahittinginn á morgun kl. 14:00 í GK bakarí.Við sjáumst hress og kát eftir helgi. See MoreSee Less
View on Facebook
Minni alla á aðalfund Stróks í dag kl. 17:15. allir velkomnir. See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir frábæra viku og einstaklega góðan þrifadag. Pizzurnar smökkuðust vel og voru allir sælir og glaðir að borða saman. Við tókum slátur að gömlum sið á þriðjudaginn og verður ljúfengt að borða það í vetur. Við minnum á að þeir sem ætla að koma í keiluferðina miðvikudaginn 29 október þurfa að skrá sig á töflunni á 1. hæð. Við munnum einnig á félagahittinginn í GK bakarí klukkan 14:00 á morgun. Sjáumst hress og kát eftir helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Allir hafa í nægu að snúast í sínum verkefnum og viljum við sérstaklega þakka "steypu konunni" okkar fyrir að steypa allar þessar frábæru fígúrur fyrir hina félagana til að mála. Þið eruð snillingar upp til hópa og það sést á öllum verkunum sem líta dagsins ljós í iðjunni. Á þriðjudögum í vetur kl. 14:45 – 15:25 er sundleikfimi Birtu í sundlauginni á Selfossi. Félagar Stróks eru hjartanlega velkomnir að taka þátt. Í næstu viku ætlum við að taka slátur eftir hádegi á þriðjudaginn og á fimmtudaginn verður þrifadagur. Þá tökum við öll saman til hendinni og gerum húsið fínt og fallegt. Allir fá svo pizzu í hádeginu í boði hússins. Minnum á GK bakarí félagahittinginn á eftir kl. 14:00. Sjáumst hress og kát eftir helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Verified by MonsterInsights