Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.
Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.
Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.
Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!
Fylgdu okkur á Facebook
Nýjustu Facebook fréttir:
Kæru félagar![]()
Bestu og innilegustu þakkir fyrir frábæra viku. Það er virkilega notalegt að koma hingað á morgnana í myrkrinu og sjá fallegu jólaljósin okkar. Vinnan í iðjunni hefur gengið vel og er allt fullt af allskonar listaverkum hér. Við keyptum tölvu og nýja eldavél fyrir styrkinn sem kvenfélag Grímsneshrepps færði okkur í seinustu viku og þökkum við enn og aftur fyrir okkur. ![]()
Næsta vika fer í að undirbúa okkur fyrir aðventuhátíðina á Laugalandi í Holtum sem fram fer 30. nóvember á milli kl. 13:00 til 16:00. Við verðum með okkar varning til sölu og má þar nefna jólamyndir á spýtum, steypta sveppi og aðrar fígúrur, málverk, handsaumuð kort, fjölnota poka, hrísgrjóna herðastykki, málaða steina, leðurvörur, prjónavörur, heklaða dúka og kertastjaka. ![]()
Minni á félagahittinginn í GK bakarí kl. 14:00 á morgun.![]()
Sjáumst hress og kát eftir helgi.
Kæru félagar![]()
Takk fyrir frábæra viku. Við settum upp jólaljósin og héldum áfram að vinna að verkefnum fyrir basarinn sem verður 27. nóvember í Grænumörk og basarinn 30. nóvember í Laugalandi í Holtum.![]()
Við fengum veglegan styrk frá Kvenfélagi Grímsneshrepps í dag fyrir nýrri eldavél og nýrri tölvu. Við sendum þeim öllum okkar bestu og innilegustu þakkir fyrir velvildina í okkar garð og rausnarlegan styrk. ![]()
Við minnum á félagahittinginn á eftir kl. 14:00 í GK bakarí. ![]()
Sjáumst hress eftir helgi 🙂
Kæru félagar![]()
Bestu þakkir fyrir góða viku. Það var verið að sauma fjölnota poka í borðstofunni, sauma kort og búa til kerti í Hannesarholti, prjóna og spjalla í setustofunni, búa til lampa í þvottahúsinu og allir hinir á fullu í iðjunni á 2. hæð að mála, föndra, teikna og vinna með leður. Öflugt og skapandi fólk. ![]()
Í næstu viku setjum við upp jólaljósin og höldum áfram að vinna að okkar verkefnum. ![]()
Það var brotist inn hjá okkur á aðfaranótt fimmtudags en sem betur fer engu stolið en gluggi sem spenntur var upp þurfti að laga. Sigþór stórvinur okkar og smiður gekk strax í verkið og er glugginn kominn í lag. Málið er komið til lögreglu ásamt því að farið var yfir allann öryggisbúnað í húsi og myndavélakerfi. ![]()
Við minnum á félagahittinginn í GK bakarí á morgun kl. 14:00.![]()
Góða helgi til allra.
Kæru félagar![]()
Takk fyrir frábæra viku. Við breyttum matsalnum í saumastofu fyrir og eftir hádegismat þar sem verið er að sauma glæsilega fjölnota poka fyrir næsta basar. Haldið var áfram að vinna í fjölbreyttum verkum iðjunni okkar á 2. hæð og sauma út kort í Hannesarholti. Veðrið lék ekki við okkur í vikunni en félagar sáu um að moka reglulega stéttina svo allir kæmust inn í hús. ![]()
Við urðum að fresta keiluferðinni okkar en munum finna nýjan tíma til að fara.![]()
Við minnum á félagahittinginn á morgun í GK bakarí kl. 14:00.![]()
Góða helgi til allra 🙂
Veðurspáin gekk ekki eftir – við opnum 9:30 í dag svo hægt sé að moka áður en við komum <3