Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Við nutum sólarinnar fyrri part vikunnar og skelltum auðvitað í geggjað grill í garðinum. Í dag fóru tveir félagar og náðu í mold og skít í kartöflugarðinn okkar, einn félagi gaf okkur útsæði og einn gulrótarfræ. Við þökkum okkar kæru félögum fyrir góðvildina. Við settum niður kartöflurnar og fræin áðan og erum alsæl með hversu vel þetta allt hefur gengið. Það verður gaman að halda uppskeruhátíð í lok sumars og taka upp kartöflur og gulrætur. Nú styttist í basarinn okkar og eru félagar önnum kafnir í iðjunni okkar að gera allskonar fyrir basarinn. Í næstu viku verðum við með þrifadag á miðvikudaginn þar sem húsið verður tekið í gegn – allir hjálpa sem hafa líkamlega burði til þess og hinir sjá um spjallið í kaffistofunni. Við fáum okkur svo öll pizzu í hádeginu í boði hússins. Við minnum á konungskaffi á morgun kl. 14:00Góða helgi til ykkar allra kæru félagar og sjáumst hress og kát eftir helgi. See MoreSee Less
View on Facebook
Kæru félagarBestu þakkir fyrir frábæra viku. Við skelltum í fyrsta grill sumarsins, spiluðum kubb og nutum þess að sitja úti í garði að hlusta á tónlist, njóta sólarinnar og stinga upp eitt stykki kartöflugarð. Við bjuggum einnig til aðstöðu til þess að rækta gulrætur og verður farið í það í næstu viku að setja niður kartöflur og gulrætur.Við bættum við garðstólum hjá okkur til þess að allir gætu notið þess að sitja saman í garðinum þegar sólin skín. Það stefnir í frábært veður í byrjun næstu viku og við höfum auðvitað gaman saman í garðinum þegar veðrið er gott. Frjáls vinna í iðjunni okkar heldur áfram þar sem verið er að sauma kort, mála blómavasa og málverk ásamt leðurvinnu og fleira skemmtilegu. Við minnum á félagahittinginn á Konungskaffi í dag klukkan 14:00. Sjáumst hress og kát eftir helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir skemmtilega viku. Einn af okkar kæru félögum fagnar fertugsafmæli sínu á morgun og slegið var upp veislu að því tilefni hjá okkur í Strók og líkt og sést á myndunum hér að neðan svignaði borðið nánast undan kræsingunum. Á þriðjudaginn í næstu viku munum við hefjast handa við að stinga upp kartöflugarðinn, margar hendur létt verk vinna! Það er mikil tilhlökkun fyrir þessu verkefni hjá félögum. Við höldum svo áfram að mála, föndra , prjóna og sauma út kort fyrir markaðinn okkar sem verður 7. júní. Við minnum á félagahittinginn á morgun kl. 14:00 á Konungskaffi. Góða helgi til ykkar allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir stutta en góða viku. Við erum komin á fullt að föndra fyrir basarinn og höldum því áfram næstu vikurnar. Við ætlum einnig að stinga upp kartöflugarð í maí og setja niður kartöflur í kjölfarið. Það verður heljarinnar verkefni og fylgumst við vel með veðri upp á hvenær við getum hafist handa. Elli söngfugl og matreiðslumeistari bauð félögum upp á svaka veislu í hádeginu í gær – mexico súpu með öllu tilheyrandi (brauði, hummus, flögum, kremásti, salsasósu og rifnum ásti) ásamt eplakanil kremástarkökum. Við þökkum honum kærlega fyrir velvildina.Við minnum á félagahittinginn á Konungskaffi á föstudaginn kl. 14:00Góða helgi til allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Verified by MonsterInsights