Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku að vanda. Það er svo sannarlega búið að vera mikið að gera hjá okkur í vikunni og mikill fjöldi félaga í húsi dag hvern. Við erum að breyta núna Hannesarholti þannig að fleiri geti unnið þar og aðgengi að bæði kortagerðinni, fluguhnýtingaefninu og skartgripagerðinni sé þægilegt. Það má svo taka skartgripagerðina í matsalinn og vinna þar frá 8:30-11:30 og 12:30-15:00. Mjög þægileg og góð aðstaða til þess að hnýta flugur eða búa til skartgripi. Á efri hæðinni er þétt setið við allskonar föndur, teikningar og málningarvinnu. Í þvottahúsinu er verið að steypa og smíða, já og núna komið glæsilegt ljós svo birtan er góð. Spjallið góða og prjónaskapurinn í setustofunni heldur alltaf sínu og eftir breytingarnar í Hannesarholti er þægilegt að sitja á báðum stöðum. Það er góð aðstaða til þess að sauma í tölvustofunni og kyrrðarherberginu (það er laust nema þegar spjaldið er hengt á hurðina). Húsið er stórt og þrátt fyrir þann mikla fjölda sem er hér á hverjum degi fá allir gott pláss. Framvegis verða húsfundir á þriðjudögum kl. 11:00. Við stefnum á að fara í hópferð í keilu miðvikudaginn 29. október kl. 16:00 í Egilshöll. Auglýsum það nánar þegar nær dregur. Við verðum með þrifadag þriðjudaginn 21. október þar sem allir taka þátt í að gera húsið fallegt og hreint fyrir uppsetningu séría í glugga. Félagar fá svo pizzu í hádeginu sem laun fyrir dugnaðinn. Jólahlaðborðið okkar verður 10. desember og verður einnig auglýst nánar síðar. Gaman saman í haust verður okkar mottó <3Við minnum á félagahittinginn á Konungskaffi á morgun kl. 14:00.Sjáumst hress og kát eftir helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Takk fyrir frábæra viku kæru félagar. Í vikunni var saumað, prjónað, vatta saumað og saumað í kort, búin til leðurarmbönd, teiknaðar myndir, málaðar myndir, málaðar spýtur, steypt í mót og smíðað svo eitthvað sé nefnt. Við erum alsæl hversu margar starfsstöðvar eru í húsi til að vinna að skemmtilegum verkefnum þar sem iðjan á 2. hæð rúmar ekki alla, við nýtum svo sannarlega húsið vel. Gaman saman er okkar mottó. Við höldum áfram í næstu viku að vinna í okkar verkefnum og taka auðvitað vel á móti nýjum félögum líkt og við gerum alltaf.Við minnum á félagahittinginn á morgun á Konungskaffi kl. 14:00. Sjáumst hress og kát eftir helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Við ákváðum að prófa að taka upp nokkur kartöflugrös og vorum við alsæl með uppskeruna. Við tökum svo upp allar kartöflurnar í lok næstu viku. Félagar eru byrjaðir á fullu í iðjunni og er gaman að fylgjast með hverju listaverkinu verða til. Í næstu viku höldum við áfram í iðjunni – málum, saumum og teiknum á efri hæðinni en á neðri hæðinni er smíðað, steypt, saumað í kort og unnið í skartgripagerðinni. Númer eitt, tvö og þrjú er að hafa gaman saman. Minni á félagahittinginn klukkan 14:00 á morgun á Konungskaffi. Góða helgi til allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

2 months ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarVið vonum að sumarfríið hafi verið gott og allir hafi gert eitthvað skemmtilegt. Strókur mun opna aftur eftir Verslunarmannahelgina eða á þriðjudaginn 5. ágúst klukkan 10:00.Sjáumst hress og kát 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

3 months ago

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða og skemmtilega viku. Við viljum einnig þakka okkar kæru Soffíu fyrir hennar störf hér hjá Strók seinustu fimm vikur og virkilega ánægjuleg kynni. Nú erum við á leið í sumarfrí eftir daginn í dag og vonum við að allir eigi gott frí. Við opnum aftur þriðjudaginn 5. ágúst klukkan 10:00. Félagahittingarnir í Konungskaffi verða á miðvikudögum klukkan 13:00 í sumar. Sjáumst hress og kát eftir frí <3 See MoreSee Less
View on Facebook
Verified by MonsterInsights