Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Við settum upp jólaljósin og héldum áfram að vinna að verkefnum fyrir basarinn sem verður 27. nóvember í Grænumörk og basarinn 30. nóvember í Laugalandi í Holtum.Við fengum veglegan styrk frá Kvenfélagi Grímsneshrepps í dag fyrir nýrri eldavél og nýrri tölvu. Við sendum þeim öllum okkar bestu og innilegustu þakkir fyrir velvildina í okkar garð og rausnarlegan styrk. Við minnum á félagahittinginn á eftir kl. 14:00 í GK bakarí. Sjáumst hress eftir helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða viku. Það var verið að sauma fjölnota poka í borðstofunni, sauma kort og búa til kerti í Hannesarholti, prjóna og spjalla í setustofunni, búa til lampa í þvottahúsinu og allir hinir á fullu í iðjunni á 2. hæð að mála, föndra, teikna og vinna með leður. Öflugt og skapandi fólk. Í næstu viku setjum við upp jólaljósin og höldum áfram að vinna að okkar verkefnum. Það var brotist inn hjá okkur á aðfaranótt fimmtudags en sem betur fer engu stolið en gluggi sem spenntur var upp þurfti að laga. Sigþór stórvinur okkar og smiður gekk strax í verkið og er glugginn kominn í lag. Málið er komið til lögreglu ásamt því að farið var yfir allann öryggisbúnað í húsi og myndavélakerfi. Við minnum á félagahittinginn í GK bakarí á morgun kl. 14:00.Góða helgi til allra. See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Við breyttum matsalnum í saumastofu fyrir og eftir hádegismat þar sem verið er að sauma glæsilega fjölnota poka fyrir næsta basar. Haldið var áfram að vinna í fjölbreyttum verkum iðjunni okkar á 2. hæð og sauma út kort í Hannesarholti. Veðrið lék ekki við okkur í vikunni en félagar sáu um að moka reglulega stéttina svo allir kæmust inn í hús. Við urðum að fresta keiluferðinni okkar en munum finna nýjan tíma til að fara.Við minnum á félagahittinginn á morgun í GK bakarí kl. 14:00.Góða helgi til allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Veðurspáin gekk ekki eftir – við opnum 9:30 í dag svo hægt sé að moka áður en við komum <3 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarNú er appelsínugul viðvörun í kortunum og munum við loka kl. 13:45 í dag og hafa lokað í Strók á morgun. Förum öll varlega og tökum engar áhættur á bílum á sumardekkjum. Góðar kveðjur til ykkar allra <3 See MoreSee Less
View on Facebook
Verified by MonsterInsights