Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Við vorum með Góugleði í gær þar sem spilað var félagsvist og notið þess að borða saman dásamlegar veitingar sem félagar komu með. Líkt og þið sjáið á myndinni svignaði borðið nánast undan glæsilegum veitingum,. Pálínuboðin okkar verða alltaf flottari og flottari. Takk fyrir frábæra skemmtun og gómsætar veitingar. Við eigum von á nokkrum heimsóknum í næstu viku og munum halda áfram að vinna í iðjunni okkar og hafa gaman saman yfir kaffibollum og spjalli. Sjáumst hress og kát eftir helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarÞetta er búið að vera frábær vika að vanda. Við fengum styrk frá Klúbbnum Inner Wheel á Selfossi sem við munum nýta til þess að kaupa striga í iðjuna okkar. Forstöðukonan hélt svo kynningu um Strók fyrir hópnum á Tryggvaskála og naut samveru með þeim yfir borðhaldi. Viljum við þakka kærlega fyrir okkar. Hér er nóg um að vera í iðjunni okkar – saga, smíða, mála, sauma út kort, prjóna og ýmislegt annað. Snillingar að störfum. Við héltum heljarinnar veislu í gær í tilefni tveggja stórafmæla félaga, samanlagt var það 100 ára afmæli. Veigarnar voru dásamlegar og nutu allir samverunnar með afmælisbörnunum. Takk fyrir okkur kæru afmælisbörn. Í næstu viku er komið að Góugleðinni okkar. Þá munum við spila félagsvist á nokkrum borðum á efri hæð Stróks og að spilamennsku lokinni verða veitt verðlaun fyrir besta árangur og skammarverðlaun fyrir þann sem í síðasta sæti lendir. Við verðum svo með Pálínuboð að félagsvist lokinni og njótum samverunnar. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir spilamennsku geta átt notalega kaffistund á neðri hæðinni. Við minnum á félagahittinginn á Konungskaffi á morgun klukkan 14:00Góða helgi til ykkar allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða og skemmtilega viku. Við vorum með bollur á bolludaginn og saltkjöt og baunir á sprengidaginn og héldum þannig fast í íslenskar hefðir og áttum góðar stundir saman. Rafvirkjar voru að störfum hér í húsi á miðvikudag og fimmtudag, við sátum hér saman seinnipartinn á miðvikudaginn í rafmagnsleysi sem þýddi kaffileysi og sáum hversu mikilvægur kaffisopinn er með spjallinu. Stundin var samt notaleg eins og alltaf og rafvirkjarnir einstaklega hressir og skemmtilegir. Forstöðukona Stróks tók á móti styrk frá félagsmálaráðherra, Ingu Sæland, í gær og átti ánægjulega stund með aðilum sem eru að vinna í svipuðum málaflokkum. Við þökkum Ingu Sæland og félagsmálaráðuneytinu kærlega fyrir styrkinn sem kemur sér afskaplega vel. Í næstu viku verða hér tveir félagar með 100 ára afmæli sitt, annar 60 og hinn 40 og ætla þau að blása til veislu á miðvikudaginn og bjóða upp á kræsingar. Við höldum áfram í föndrinu og eigum notalegar stundir. Góða helgi til allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða viku. Félagar eru búnir að vera iðnir í iðjunni og hvert listaverkið á fætur öðru lítur dagsins ljós. Við höldum áfram í næstu viku að hafa gaman saman og vinna að skemmtilegum verkefnum. Við munum svo hafa Góugleði eins og í fyrra um miðjan mars sem við skipuleggjum í næstu viku. Við minnum á félagahittinginn á Konungskaffi kl. 14:00.Góða helgi til allra 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Verified by MonsterInsights