Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Við erum búin að vera að ganga frá jólaskrauti og gera fínt í húsi þessa vikuna ásamt því að mála, prjóna, lita og föndra. Við eigum svo mikið af garni að okkur datt í hug að prjóna pottahúfur og tátiljur. Það verður skemmtilegt verkefni. Við höldum svo áfram að fá góðar hugmyndir saman og framkvæma þær. Minnum á félagahittinginn í GK bakarí á morgun kl. 14.00Sjáumst hress og kát eftir helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Gleðilegt nýtt ár kæru félagar og vinir <3 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir notalega viku. Jólasveinninn mætti til okkar og gladdi okkur með nærveru sinni. Við héldum dásamlegt Pálínuboð og nutum þess að borða góðan mat saman. Nú fer Strókur í jólafrí og opnum við aftur mánudaginn 5. janúar kl. 10:00.Við minnum á félagahittinginn á morgun kl. 14:00 í GK bakaríGleðileg jól til ykkar allra elsku félagar og takk fyrir dásamlegt ár hér í Strók <3 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir frábæra viku. Við héldum árlega jólaboðið okkar í gær þar sem dekkuð voru upp borð á þremur stöðum í húsinu og boðið upp á dýrindis mat. Humarsúpu í forrétt sem einn af okkar ástkæru félögum bauð upp á. Hangikjöt og hamborgarhrygg í aðalrétt og ísblóm í eftirrétt. Hún Jóna Vigdís okkar og Sigþór buðu upp á hangikjötið. Allt tilheyrandi fylgdi matnum og voru afgangarnir borðaðir í dag. Ráðið var gátur við matarborðið og sigraði borðið á 2. hæð keppnina með öllum réttum svörum. Takk fyrir frábæra veislu og skemmtun.Í næstu viku er seinasta vikan okkar fyrir jól og reynum við að hafa hana sem notalegasta. Það verður svo Pálínuboð á fimmtudaginn 18. desember. Minnum á félagahittinginn Í GK bakarí á morgun kl. 14:00Sjáumst hress eftir helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook

2 months ago

Klúbburinn Strókur
Við hjá Strók virknimiðstöð, að Skólavöllum 1 á Selfossi, verðum með opið hús á opnunartíma Stróks frá deginum í dag til fimmtudagsins 18. desember frá kl. 8:30-15:00 þar sem fólk getur komið og keypt vörurnar okkar. Athuga lokað á föstudögum. Má þar nefna jólamyndir á spýtum, steypta sveppi og aðrar fígúrur, málverk, handsaumuð kort, fjölnota poka, hrísgrjóna herðastykki, málaða steina, leðurvörur, prjónavörur, heklaða dúka, kerti og kertastjaka. Allir velkomnir <3 See MoreSee Less
View on Facebook
Verified by MonsterInsights